48. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
heimsókn til ISAVIA á Keflavíkurflugvelli fimmtudaginn 14. mars 2024 kl. 13:30


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 13:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 13:30
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 13:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:30
Hákon Hermannsson (HáH), kl. 13:30
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 13:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:30

Kristrún Frostadóttir og Kári Gautason voru fjarverandi. Teitur Björn Einarsson var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Heimsókn til ISAVIA Kl. 13:30
Fjárlaganefnd heimsótti Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Þar tóku Kristján Þór Júlíusson, Sveinbjörn Indriðason, Guðmundur Daði Rúnarsson og Anna Björk Bjarnadóttir á móti nefndarmönnum. Farið var í skoðunarferð um flugstöðina þar sem fjárfestingar- og skipulagsáform fyrirtækisins voru kynnt. Að því loknu var starfsemi fyrirtækisins, fjármál og framtíðaráform kynnt nefndarmönnum og spurningum um starfsemi fyrirtækisins svarað.

2) Önnur mál Kl. 16:19
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 16:20
Fundargerð 47. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:21